Dagar hinna villtu blóma  

 

 

 

 

 

Blómadagurinn 2014-2016

 

Blómadagurinn 2013

 

Blómadagurinn 2012

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma 17. júní 2012

 

Dagur hinna villtu blóma var haldinn sunnudaginn 17. júní árið 2012.

Árið 2012 var boðið upp á plöntuskoðunarferðir sem hér segir:

1. Reykjavík - Laugarnes. Mæting á Laugarnestanga kl. 20:00. Gengið verður um ósnortna fjöruna á Laugarnestanga, en þar er gróðurfar fjölbreytt. Plöntur verða greindar og fjallað um gróður svæðisins, og starfsemi flóruvina kynnt. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson. Fjöldi gesta: 26.
2. Reykjavík - Geldingatangi.
Mæting kl. 13:30 við eiðið út í Geld-ingatanga. Leiðsögn: Rikharð Brynjólfsson. Fjöldi gesta: 0
3. Skorradalur.
Mæting kl. 14:00 við bæinn Fitjar við austurenda Skorradalsvatns. Ekið þaðan lítinn spöl og gengið í friðaðan birkiskóg í Vatnshornslandi. Fólk hafi með sér nesti, en boðið er upp á jurtate. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir og Jóhanna Berghild Hergeirsdóttir, en þau eru félagar í Sjálfboða-liðasamtökum um náttúruvernd sem verða þarna að störfum. Fjöldi gesta: 13. 
4. Borgarnes.
Mæting kl. 10:00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í landi Hamars við Borgarnes. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason. Fjöldi gesta: 15.
5. Hvanneyri. Mæting kl. 13:00 á kirkjuhlaðinu á Hvanneyri. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson. Fjöldi gesta: 2.
6. Snæfellsjökull, þjóðgarður.
Mæting kl. 14:00 við Búðakirkju. Gengið um plöntufriðlandið í Búðahrauni. Leiðsögn: Sölvi Signhildar-Úlfsson og Gunnar Grímsson. Fjöldi gesta: 15.
7. Skarðsströnd
. Mæting kl. 10:00 á Ytri-Fagradal. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls. Fjallið er ákaflega grösugt ofan og dásamlegt útsýni yfir Breiðafjörð. Farið eftir brúninni að Nýpurhyrnu, niður í Nýpurdal niður á veg. Boðið upp á jurtate að göngu lokinni, og bílferð til baka. Leiðsögn: Þóra Sigurðardóttir og Halla Steinólfsdóttir. Fjöldi gesta: 0.
8. Breiðavík við Látrabjarg. Mæting kl. 14:00 við kirkjuna í Breiðavík. Leiðsögn: Hákon Ásgeirsson. Fjöldi gesta: 2.
9. Ísafjörður. Mæting kl. 10:00 við skátabústaðinn Dyngju fyrir ofan Vegagerðina. Leiðsögn: Kristjana Einarsdóttir. Fjöldi gesta: 0
10. Hólmavík.
Mæting kl. 10:30 við Galdrasýninguna á Hólmavík. Gengið verður inn með Steingrímsfirði. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Fjöldi gesta: 3  
11. Ólafsfjarðarmúli. Mæting kl. 10:00 á bílastæðinu við gangamunnann að austanverðu. Gengið um hlíðarnar þar fyrir neðan og utan. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Fjöldi gesta: 3
12. Ásbyrgi. Mæting kl. 14:00 við Gljúfrastofu. Leiðsögn: Starfsfólk þjóðgarðsins. Fjöldi gesta: 7.
13. Egilsstaðir, Fljótsdalshéraði.
Mæting kl. 9:30 við Miðhús. Gengið verður í Taglarétt og um Miðhúsaskóg. Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson. Fjöldi gesta: 10. Hópurinn náði að skrá 31 tegund til viðbótar í reit 715-535, en þar voru 121 tegund skráðar fyrir, þannig að nú eru þekktar 152 tegundir í þessum reit.
14. Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 á bílastæðinu við fólkvanginn. Gengið þaðan upp í hlíðina fyrir ofan vitann. Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir. Fjöldi gesta: 8.
15. Skaftafell. Mæting við Skaftafellsstofu kl. 14:00. Leiðsögn: Starfsfólk þjóðgarðsins. Fjöldi gesta: 5.
16. Sólheimar í Grímsnesi. Mæting kl. 15:00 við Sesseljuhús á Sólheimum. Leiðsögn: Valgeir Bjarnason. Fjöldi gesta: 5.
 
Samtals voru þetta 114 gestir.

Auk þessara 15 skoðunarferða sem auglýstar voru, stóð Kristjana Einarsdóttir fyrir göngu á Ísafirði og Helga Davids í Dímu í Lóni. Á Ísafirði mættu 5 gestir í gönguna og í Lóni 2.

 

Samtals mættu því  134 í öllum göngunum 17.