Dagar hinna villtu blóma

 

 

 

 

Blómadagurinn 2014-2016

 

Blómadagurinn 2013

 

Blómadagurinn 2012

 

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2005

 

Þann 19. júní 2005 voru plöntuskoðunarferðir skipulagðar á degi hinna villtu blóma á eftirtöldum 18 stöðum:

1. Sandgerði. Mæting við Háabjalla (afleggjari 1/2 km austan við Grindavíkurveg) kl. 14:00. Skoðað verður svæðið við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir. Leiðsögn: Þorvaldur Örn o.fl. Hlýtt en smáskúrir, fjöldi gesta 20.

2. Reykjavík, Laugarás. Mæting við Áskirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir. Skúrir, fremur kalt, fjöldi gesta 14.

3. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting í Laugardal kl. 15:00. Flóra Íslands í Grasagarðinum, íslenskt jurtate í boði. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir. Skúrir, fremur kalt. Fjöldi gesta 19.

4. Kópavogur, Borgarholt. Mæting við Kópavogskirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson. Hlýtt, skýjað en þurrt veður, fjöldi gesta 12.

5. Hvanneyri. Mæting við Rannsóknahús Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri kl. 14:00. Leiðsögn Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Björn Þorsteinsson. Fjöldi gesta 2.

6. Bolungarvík. Mæting við Stigahlíð kl. 16:00. Farið verður upp í Bólin. Leiðsögn: Anton Helgason. Norðankaldi, fjöldi gesta 5.

7. Ísafjörður. Mæting við tjaldsvæðið í Tungudal kl. 13:00. Leiðsögn: Anton Helgason. Norðankaldi, fjöldi gesta 1.

8. Hólmavík. Mæting við Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík (við tjaldsvæðið) kl. 19:30. Farið verður um Borgirnar á Hólmavík. Leiðsögn Matthías Sævar Lýðsson. Norðaustankaldi en þurrt, fjöldi gesta 6.

9. Skagafjörður. Mæting í anddyri Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal kl.14:00. Gengið um Skógræktina á Hólum, skoðaður bæði votlendis- og þurrlendisgróður. Leiðsögn: Valgeir Bjarnason. Hægviðri og þurrt, fjöldi gesta 1.

10. Dalvík. Mæting við afleggjarann upp á Hrísahöfða kl. 16:00. Leiðsögn: Þórir Haraldsson. Kalsaveður, fjöldi gesta 12.

11. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting við bílastæðið sunnan Lónsbakka austan Hörgárbrautar kl. 10:00. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir. Úrhellisrigning, mætti ekki sála.

12. Eyjafjarðarsveit, Hrafnagil. Mæting við félagsheimilið Laugarborg kl. 13:00. Gengið verður upp með Reyká. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Þurrt og stillt veður, fjöldi gesta: 8.

13. Húsavík. Mæting við Botnsvatn kl. 14:00. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir. Fremur kalt en þurrt, fjöldi gesta 14. 

14. Egilsstaðir. Mæting við hringsjána á Hömrum kl. 18:00. Leiðsögn: Þorsteinn Bergsson og Soffía Ingvarsdóttir á Unaósi.

15. Neskaupstaður. Mæting á bílaplaninu úti í Fólkvangi (hjá vitanum) kl. 10:00. Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir. Úrhellisrigning, enginn mætti.

16. Skaftafell í Öræfum. Mæting við þjónustumiðstöðina á Skaftafelli kl. 14:00. Leiðsögn: Hálfdán Björnsson. Skínandi veður, fjöldi gesta: 5.

17. Kirkjubæjarklaustur. Mæling við félagsheimilið Kirkjuhvol kl. 20:30. Leiðsögn: Ólafía Jakobsdóttir. Hellirigning, fjöldi gesta 2.

18. Vatnsendi í Flóa. Mæting við Vatnsenda í Villingaholtshreppi kl. 16:00. Leiðsögn: Þórunn Kristjánsdóttir og Kristín Stefánsdóttir. Hlýtt og þurrt veður, fjöldi gesta 3.

 

Heildarfjöldi gesta árið 2005 voru 124.