Dagar hinna villtu blóma  

 

 

 

Blómadagurinn 2014-2016

 

Blómadagurinn 2013

 

Blómadagurinn 2012

 

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma 15. júní 2008

 

Árið 2008 voru plöntuskoðunarferðir á eftirtöldum stöðum:

1. Vogar. Mæting við Vogatjörn kl. 11. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir. Ef ekið er Vogaafleggjarann niður í Voga án þess að taka beygju, er komið að Vogatjörn. Lítt röskuð náttúruperla á náttúruminjaskrá í hjarta þéttbýlisins. Villtur gróður er á bakkanum á þrjá vegu og ýmislegt er úti í tjörninni, gott að vera á stígvélum. Valllendi í grennd og reskigróður, stutt í strandgróðurinn. Fjöldi gesta: 19.

 

2.  Reykjavík. Elliðaárdalur.  Mæting við gamla Rafveituhúsið kl. 13:30. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir. Fjöldi gesta: 21.

 

3.  Borgarfjörður. Mæting við Hvanneyrarkirkju kl. 10:00. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson. Fjöldi gesta: 9.

 

4.  Hnappadalur. Gengið að Eldborg, mæting við göngumerkið við brúna á Snorrastöðum kl. 14:00. Leiðsögn: Ásta Davíðsdóttir, landvörður í Borgarfjarðarbyggð. Fjöldi gesta: 1.

 

5.  Snæfellsnesþjóðgarður. Mæting við Rauðhól (suðaustan við Prestahraun og upp með Móðulæk) kl. 14:00. Leiðsögn: Guðrún Lára Pálmadóttir. Fjöldi gesta: 4.

 

6.  Ísafjörður. Mæting á tjaldstæðinu í Tungudal kl. 13:00. Leiðsögn: Anton Helgason. Fjöldi gesta: 1.

 

7.  Hólmavík. Mæting á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kl. 13:00. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson. Gengið var um Borgirnar fyrir ofan Hólmavík í tvo tíma í blíðskaparveðri, hægviðri og aðeins súld á milli. Áttum góðan dag saman þar sem mikið var rætt um lúpínuna sem dreifir sér æ meira um Borgirnar.  Fjöldi gesta: 3.

 

8.  Akureyri. Krossanesborgir, mæting á bílastæðinu við Lónið kl. 10:00. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir. Fjöldi gesta: 10.

 

9.  Eyjafjarðarsveit. Leifsstaðabrúnir norðan Kaupangs. Mæting kl. 10:00 á bílastæði við gamla Vaðlaheiðarveg rétt sunnan vegamóta Leifsstaðavegar og Eyrarlands. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Gengið um Leifsstaðabrúnirnar. Maríulykillinn var enn í blóma, en byrjaður að fölna.  Fjöldi gesta: 15.

 

10.Ásbyrgi. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00. Gönguferð um Ásbyrgi skipulögð af Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum í samvinnu við Náttúrustofu Norðausturlands og Flóruvini. Leiðsögn: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir. Fjöldi gesta: 4.

 

11.Egilsstaðir, Fljótsdalshéraði. Mæting á bílastæðinu við Selskóg á Egilsstöðum kl. 10:00. Leiðsögn: Skarphéðinn Þórisson. 17 manns mættu þ.a. 2 börn. Gengið var upp með Eyvindará, yfir Hálslæk að 8 m háu tvístofna reynitré norðaustan í Prestakershöfða og þaðan 2-300 m í vestur hvar ferlaufungur var skoðaður í skógarbotninum. Þaðan styðstu leið á þjóðveg og bíla. Á leiðinni bent á hvar auðveldast væri að fara og skoða blæöspina í Egilsstaðaskógi. Fjöldi gesta: 17.

12.Hjaltastaðarþinghá, Fljótsdalshéraði. Mæting á Unaósi kl. 14:00. Leiðsögn: Þorsteinn Bergsson og Soffía Ingvarsdóttir. Gengið út með Selfljóti að Eiðaveri, skoðuðum súrsmæru sem er í blóma um þetta leyti og auðvitað fleira sem varð á vegi okkar, mjög ánægjuleg ferð í góðu veðri. Fjöldi gesta: 4.

 

13.Neskaupstaður. Mæting á bílaplaninu úti í Fólkvangi, hjá vitanum kl. 10:00.  Leiðsögn: Guðrún Á. Jónsdóttir. Gengið var sem leið liggur um fólkvang Neskaupstaðar um Haga, Urðir og áleiðis upp í Skálasnið þar sem þúsundblaðarós vex í brekkum.  Leitað var að lyngbúa í brekkunum en hann fannst ekki að þessu sinni.  Fjöldi gesta: 9.

 

14.Fáskrúðsfjörður. Mæting á tjaldstæðinu á Fáskrúðsfirði kl. 19:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir. Það komu 11 fullorðnir og 8 börn og plöntuskoðunin var hin ánægjulegasta. Fjöldi gesta: 19.

 

15.Kirkjubæjarklaustur. Mæting við Skaftárskála kl. 20:30. Gengið suður með Skaftá í átt að Heimsendaskeri. 

     Leiðsögn: Ólafía Jakobsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir. Fjöldi gesta: 8.

 

Heildarfjöldi gesta er 144, fleiri en nokkurn tíma áður (flestir 124 árið 2005).