Dagur hinna villtu blóma 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tenglar inn á fyrri blómadaga:

Blómadagurinn 2014-2016

Blómadagurinn 2013

Blómadagurinn 2012

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma

18. júní 2017


Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 18. júní árið 2017. Á degi hinna villtu blóma gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is svo hægt sé að fylgjast með hver þátttakan er á hverjum stað. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður. Upplýsingum verður safnað saman hér á vefsíðuna, ef einhverjir gefa sig fram.

Árið 2017 verður boðið upp á plöntuskoðunargöngur þann 18. júní sem hér segir:
1. Reykjavík, Viðey.

Leiðsögn um Viðey kl. 13:15 í tilefni af degi hinna villtu blóma sem haldið er upp á árlega um öll Norðurlöndin.

Í göngunni verða plöntur sem vaxa í eyjunni greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt en einnig verður stiklað á stóru um sögu Viðeyjar og þá einna helst sagt frá ýmsum ræktunartilraunum sem þar hafa verið gerðar á fyrri öldum.

Gönguferðin er samstarfsverkefni Grasagarðs Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Flóruvina.

Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins og Viðar Snær Garðarsson sagnfræðingur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða gönguna.

 Mæting er við Viðeyjarferju við Skarfabakka kl. 13:15. Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Þeim sem vilja snæða léttan hádegisverð fyrir gönguna er bent á 12.15 ferjuna.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna  og af veitingum í Viðeyjarstofu. Handhafar Gestakortsins sigla frítt. Fjöldi gesta: 22.

2. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Gengið verður um svæðið og plöntur skoðaðar, með áherslu á bersvæðagróður. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Fjöldi gesta: 8. 
3. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir. Fjöldi gesta: 21.
4. Egilsstaðir. Mæting kl. 9:30 á bílastæði við Miðhúsaá, stutt ofan við Áningastein. Gengið verður eftir göngustíg að Fardagafossi. Komið til baka um kl. 12:00. Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson.
Fjöldi gesta: 2.
5. Fjarðabyggð. Mæting kl. 12:00 á bílastæði við Hólmanes. Gengið um friðlandið. Leiðsögn: Guðrún Óskarsdóttir.
Fjöldi gesta: 2.
6. Kirkjubæjarklaustur. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður standa fyrir göngu frá Kirkjubæjarklaustri. Mæting kl. 18:00 við Skaftárstofu, gengið þaðan að skógrækt, um stíga hennar og síðan upp með Systrafossi. Á leiðinni verða plöntur skoðaðar og veittur ýmis fróðleikur um þær. Leiðsögn: Ásta K. Davíðsdóttir og Jóna Björk Jónsdóttir. Fjöldi gesta: 3.

Samtals var því heildarfjöldi gesta á degi hinna villtu blóma 58 á landinu öllu árið 2017.   
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið  með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands,  Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka,  Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúru-fræðistofur landshlutanna, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður.

Gestafjöldi árið 2013 var samtals 165 á 14 stöðum, en það er metfjöldi gesta frá upphafi.

.

Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir.

´+