Flóra Íslands - Flóruvinir

Flóruvinir

Staða plöntuskráninga í 5 x 5 km reitum

Hér á þessari síðu má fá upplýsingar um hversu margar tegundir hafa verið skráðar í hvern reit. Einnig er hægt að skoða og prenta út lista yfir allar þær plöntur sem skráðar hafa verið í hverjum reit.

Listi yfir hversu margar tegundir hafa verið skráðar í hverjum reit. Þessi listi birtir númer þeirra reita sem einhverjar upplýsingar hafa þegar fengizt frá. Aftan við reitnúmerið er tala sem segir hversu margar tegundir hafa verið skráðar í þeim reit.

Listi yfir allar tegundir sem skráðar hafa verið í völdum reit. Með þessum tengli færðu upp eyðuform þar sem þú skrifar inn númer þess reits sem þú vilt kanna, smellir síðan á leitarhnappinn og þá birtist listi yfir allar tegundir sem skráðar hafa verið í viðkomandi reit. Ef vill getur þú prentað hann út. Ef þú ferð á vettvang og finnur þarna plöntur til viðbótar sem ekki hafa áður verið skráðar, þá væri gott ef þú sendir upplýsingar um það í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar. Upplýsingar má senda hvort heldur er með venjulegum pósti (á spjöldum) á heimilisfangið sem upp er gefið hér að neðan, eða með tölvupósti á hkris@nett.is
Árangurinn af þessu verða betri og þéttari útbreiðslukort.

Hörður Kristinsson
Arnarhóli, Eyjafjarðarsveit
IS-601 Akureyri
 

Blá spjöld með íslenzkum nöfnum, til að gera lista yfir margar tegundir í á einum stað, eða í einum reit.

 

Hvít spjöld, til að merkja eina valda uppáhaldsplöntu á fleiri en einum fundarstað.

 

Gul spjöld, fyrir þá sem vilja fremur nota latnesku nöfnin. Verður fljótlega endurnýjað. Spjöldin má panta gegn um hkris@ni.is