Flóra Íslands - Flóruvinir

Flóruvinir

Staða plöntuskráninga í 5 x 5 km reitum

Hér á þessari síðu má fá upplýsingar um hversu margar tegundir hafa verið skráðar í hvern reit. Einnig er hægt að skoða og prenta út lista yfir allar þær plöntur sem skráðar hafa verið í hverjum reit.

Listi yfir hversu margar tegundir hafa verið skráðar í hverjum reit. Þessi listi birtir númer þeirra reita sem einhverjar upplýsingar hafa þegar fengizt frá. Aftan við reitnúmerið er tala sem segir hversu margar tegundir hafa verið skráðar í þeim reit.

Listi yfir allar tegundir sem skráðar hafa verið í völdum reit. Með þessum tengli færðu upp eyðuform þar sem þú skrifar inn númer þess reits sem þú vilt kanna, smellir síðan á leitarhnappinn og þá birtist listi yfir allar tegundir sem skráðar hafa verið í viðkomandi reit. Ef vill getur þú prentað hann út. Ef þú ferð á vettvang og finnur þarna plöntur til viðbótar sem ekki hafa áður verið skráðar, þá væri gott ef þú sendir upplýsingar um það í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar. Upplýsingar má senda hvort heldur er með venjulegum pósti (á spjöldum) á heimilisfangið sem upp er gefið hér að neðan, eða með tölvupósti á hkris@nett.is
Árangurinn af þessu verða betri og þéttari útbreiðslukort. Hér fyrir neðan er fyrirhugað að setja upp kerfi til að fylla út og senda inn upplýsingar, en það virkar ekki enn sem komið er. 

Skráðu upplýsingar um þinn fund hér fyrir neðan

Hvað er 9 + 3?:

Tegund:

Staður:

Hnit Aust.:

Hnit Nord.:

Dagsetning:

Nafn skrásetjara:

Netfang:


Nánari upplýsingar, búsvæði: