Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Mánajurt

Botrychium boreale

er af naðurtunguætt, og er með sjaldgæfustu tungljurtum á Íslandi. Hún er auðþekkt frá venjulegri tungljurt á hlíðarsmáblöðunum, sem eru skert en ekki mánalaga. Frá lensutungljurt þekkist hún á breiðari og styttri hliðarsmáblöðum, með snubbóttum flipum. Mánajurt er í dag aðeins þekkt frá um 20 fundarstöðum. Venjulega finnst aðeins einn þéttur toppur eða fáar plöntur á hverjum stað. Fleiri fundarstaðir eru á Norðurlandi umhverfis Eyjafjörð, og á Vestfjörðum norðanverðum en annars staðar á landinu. Flestir fundarstaðir mánajurtar eru frá láglendi upp í um 400 m hæð. Hæst hefur það fundizt í Arnarfellsbrekku við Hofsjökul í rúmlega 600 m hæð og í 550 m hæð við Barðsmel á Tunguselsheiði. Algengast er að mánajurtin vaxi í mismunandi þurru graslendi. Oft er hún í frjóu graslendi eða grasi grónum brekkum, ýmist í snöggu eða hávöxnu grasi, kemur einnig yfir í sendnu graslendi á sjávarbakka.

 

Sproti mánajurtar vex upp af örstuttum, uppréttum jarðstöngli, 5-15 sm á hæð. Ofanjarðarhluti plöntunnar myndar eitt tvískipt blað. Gróbæri blaðhlutinn ber fremur stuttan, greindan klasa af hnöttóttum gróhirzlum sem opnast með þverrifu í toppinn. Tillífunarhluti blaðsins er festur rétt ofan við miðjan stilkinn eða ofar, hann er fjaðurskiptur, 3-7 sm á lengd, aflangur, egglaga, eða þríhyrndur, oftast með 3-7 blaðpörum. Smáblöðin eru tígullaga eða egglaga, djúpskert til hliðanna, oftast lítið lengri en breið.

Mánajurtin þekkist helzt frá öðrum tungljurtum á formi tillífunar-blaðsins. Vegna skerðinganna í smáblöðunum og lögunar þeirra er hún auðþekkt frá venjulegri tungljurt, og frá lensutungljurt á hlutfallslega breiðari og styttri smáblöðum. Staðsetning blöðkunnar ofan við miðju stilksins greinir hana frá dvergtungljurt.

 

 


 

Mánajurt, mynd tekin af Helga Hallgrímssyni árið 1986.

 

Mánajurt á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, 18. júní 2007.

 

Mánajurt á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 7. júlí 2011.