Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Vallelfting

Equisetum pratense

er algeng um allt land frá láglendi upp í um 700 m hæð. Hana vantar því á hærri hluta miðhálendisins, hæst fundin í Fögruhlíð við Langjökul og í Vesturbugum á Hofsafrétti í um 730-740 m. Hún vex einkum í þurrum jarðvegi, mólendi, skógarbotnum og graslendi. Greinar hennar eru fremur fíngerðar, og oftast láréttar eða aðeins niðursveigðar.

Uppréttir stönglar vallelftingarinnar vaxa upp af láréttum, svörtum jarðstöngli. Grænu sprotarnir eru 12-45 sm á lengd. Stönglarnir eru gáraðir og ofantil alsettir örsmáum kísilbroddum eftir gárunum. Slíðrin eru með 10-18 svörtum tönnum og jafnmörgum, kransstæðum greinum. Greinarnar eru grannar, láréttar eða niðurbeygðar, að mestu hvassþrístrendar með djúpum grópum, oft ferstrendar næst stofninum, nær alltaf ógreindar. Grókólfar eru með 8-18 mm löngu gróaxi í toppinn í fyrstu oft fölmóleitir, en verða fljótt grænir og greinast síðar, jafnvel áður en gróin þroskast.

 

 

 

Vallelfting í Elliðaárdal í Reykjavík árið 1982.