Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Tófugras

Cystopteris fragilis

er af klettaburknaætt og er algengasti burkninn á Íslandi, sá eini sem finnst í öllum landshlutum. Einna sjaldgæfast er það þó á Miðhálendinu. Til fjalla fer það oft upp í 7-800 m hæð, en hæstu fundarstaðir eru í 1050 m í Öskju, og 900 m í suðurhlíð Tungnafellsjökuls. Tófugrasið vex einkum í urðargjótum, klettaskorum, hellisskútum og hraunsprungum, oftast í nokkrum skugga.  

Tófugrasið er miðlungsstór burkni, 10-30 sm á hæð, vex upp af láréttum eða uppsveigðum, fremur stuttum jarðstöngli. Blöðkurnar eru á alllöngum stilk sem oft er þriðjungur til helmingur af lengd blaðsins, sumargrænar. Stilkurinn er grannur og brotgjarn, venjulega brúnn eða rauðbrúnn og gljáandi, en stundum grænn. Blöðkurnar eru margskiptar, tví- til þrífjaðraðar, breiðastar neðan til eða um miðju en mjókka fram í odd. Hliðarsmáblöðin eru oft gisstæð neðst, en þéttstæðari þegar nær dregur oddinum. Þau eru breiðust næst mið-strengnum en mjókka í oddinn. Smáblöð annarrar gráðu eru fjaðursepótt eða flipótt með 5-12 kringlóttum gróblettum í tveim röðum á neðra borði. Gróhula sést til hliðar við þá á meðan þeir eru ungir, en hverfur við meiri þroskun, og þá renna gróblettirnir stundum meir eða minna saman.

Oft geta lítil eintök af tófugrasi líkst öðrum smávöxnum burknum, eins og t.d. liðfætlu. Frá henni þekkist tófugrasið bezt á því að blaðkan er nær alveg hárlaus, en á liðfætlu eru blöðkurnar ætíð ofurlítið loðnar eða flösugar.

 

 

 

Tófugras á Suðurlandi 1983.