Sprotar skógelftingarinnar vaxa upp
af brúnum jarðstönglum, sem oft eru ofurlítið loðnir. Þeir eru
uppréttir, grænir, liðskiptir, liðirnir gáróttir með 10-18 gárum og
brúnum slíðurtönnum sem oft eru 2-3 grónar saman. Greinarnar eru
kransstæðar, greindar, þrí- til fjórstrendar með djúpum grópum á milli.
Grókólfar eru í fyrstu móleitir og ógreindir, en grænka fljótt og greinast
við þroskun.
Skógelftingin er fremur auðþekkt
frá hinum íslenzku elftingunum, og eru greindar greinar ásamt brúnum
slíðrum mest áberandi greiningar-einkennin sem greina hana bæði frá
vallelftingur og klóelftingu. Líkt og vallelftingin sýnir skógelftingin
fremur lítinn breytileika, og hefur henni því ekki verið skipt niður í
afbrigði né deilitegundir.
Skógelfting í Sandvík við Gerpi 21. júlí 1991.
Skógelftingí Lystigarði Akureyrar árið 1983.
Skógelfting í gamalli mógröf í Heydal við Mjóafjörð í Djúpi 15. júlí 2010.