Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Klettaburkni

Asplenium viride

er mjög smávaxinn burkni, með einfjaðraðar blöðkur. Miðstilkur blöðkunnar er grænn, og þekkist klettaburkninn á því frá svartburkna sem hefur svipaða blöðku með svörtum miðstreng. Klettaburkninn vex í klettasprungum, og hefur fundizt á fremur fáum stöðum á austanverðu landinu frá Höfuðreiðarmúla við Reykjaheiði í norðri til Fagurhólsmýrar í suðri. Hann er friðaður eins og allir íslenzkir burknar af ættkvíslinni Asplenium.

Upp af örstuttum, uppsveigðum jarðstöngli klettaburknans vex toppur af fjöðruðum blöðum sem eru 4-12 sm á lengd og 7-12 mm á breidd. Blaðstilkurinn er oft um þriðjungur af lengd blaðsins, grópaður, hárlaus, dökkbrúnn og gljáandi nema oft grænn alveg efst, miðstrengur blaðsins einnig grænn. Hliðarsmáblöðin 8-18 á hvorri hlið, skakktígul­laga, egglaga eða nær kringlótt, á stuttum stilk, greinilega bogtennt, 4-7 mm á lengd. Gróblettir á neðra borði smáblaðanna, aflangir, í fyrstu 2-5 á hverju en renna síðan saman í eitt. Hvítleit, hliðstæð gróhula er sýnileg á yngri gróblettum, en hverfur fljótlega við þroskun.

Klettaburkni líkist mest svartburkna af öðrum íslenzkum burknum. Hann þekkist bezt frá honum á hinum græna miðstreng blaðsins, á svartburkna er hann dökkbrúnn.

 

 

 

Klettaburkni í klettaskoru á Fagurhólsmýri 27. júní 2002.

 

Klettaburkni á Kvískerjum í Öræfum 27. júní 2002.