Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Svartburkni

Asplenium trichomanes

er smávaxinn burkni af klettburknaætt með langar og mjóar, einfjaðraðar blöðkur. Smáblöðin eru egglaga og ofurlítið tennt. Miðstrengurinn er áberandi dökkbrúnn eða svartur, og þar af kemur nafnið. Burkninn líkist að öðru leyti klettaburkna, en blaðka hans hefur grænan miðstreng. Svartburkninn er afar sjaldgæfur, finnst aðeins á fjórum stöðum á landinu og er friðaður samkvæmt náttúru-verndarlögum.

Upp af stuttum, uppsveigðum jarðstöngli svartburknans vex toppur af fjöðruðum, vetrargrænum blöðum sem eru 5-15 sm á lengd en aðeins 7-12 mm á breidd og sitja þau á stilk sem getur verið fimmtungur til þriðjungur af heildarlengd blaðsins. Blaðstilkurinn er dökkbrúnn og gljáandi, hárlaus en ofurlítið grópaður, og sömuleiðis miðstrengur blaðsins sem er í beinu framhaldi af stilknum. Hliðarsmáblöðin eru 10-24 á hvorri hlið, egglaga eða sporbaugótt, nánast stilklaus, ofurlítið tennt, 4-5 mm á lengd. Gróblettir eru á neðra borði smáblaðanna, aflangir, fjórir til átta í tveim röðum sitt hvoru megin á hverju smáblaði. Hvítleit, himnukennd gróhula er fest til hliðar á hverjum gróbletti, vel þroskuð og stendur lengi eftir að gróin þroskast.

Svartburkni var fyrst greindur með vissu hér á landi árið 1961, en Hálfdán Björnsson hafði fundið hann í Skaftafelli nokkrum árum áður. Síðar hefur hann fundizt á tveim stöðum undir Eyjafjöllum. Mest virðist vera af honum í Núpakoti undir Eyjafjöllum, þar sem hann vex á 200-250 m löngu svæði meðfram klettunum.Ýmislegt bendir þó til þess, að Axel Mörch hafi safnað svartburkna í Búðahrauni árið 1821, en engin eintök eru til í söfnum sem staðfesta það. Svartburkni hefur heldur ekki fundizt síðar í Búðahrauni, þótt leitað hafi verið að honum. Svart­burkninn vex einkum í klettaskorum eða skuggsælum rifum, utan í bröttum eða þverhnýptum klettum eða jafnvel neðan á hellisloftum. Hann getur bæði verið á allþurrum stöðum móti sól, eða nokkrum raka í hálfskugga. Fundarstaðir svartburknans eru frá láglendi upp í 160 m hæð. Á Núpakoti gæti hann þó vel náð miklu hærra upp í Núpinn án þess að vitað sé, en hann er um 600 m hár.

 
 

Svartburkni í Skaftafelli 27. júní árið 2002.