Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Vatnalaukur

Isoetes lacustris

vex ætíð á kafi í vatni í stöðuvötnum eins og álftalaukur, en fremur í stærri vötnum og á meira dýpi. Hann hefur aðeins fundizt á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi. Líkt og álftalaukur hefur hann löng og oddmjó, graskennd blöð, sem bera gróhirzlur neðst í blaðfætinum.   

 Álftalaukurinn hefur örstuttan, tiltölulega gildan (0,5-1 sm), skífulagan stöngul með þéttri hvirfingu af uppréttum, fremur stinnum og striklaga  blöðum. Blöðin eru jafnbreið fram þar til þau grennast rétt við oddinn, 5-12 sm löng. Blöðin eru stinnari en á álftalauk. Í þversniði má sjá að fjögur lofthólf liggja eftir endilöngum blöðunum. Í blaðfætinum eru gróhirzlur, ytri blöðin hafa stórgró sem eru um 0,5-0,7 mm í þvermál, með þrem upphleyptum rifjum, fletirnir á milli þeirra eru með óreglulegum og aflöngum vörtum fremur en göddum. Í gróhirzlum innri blaðanna eru mörg, örsmá og ílöng smágró. Öruggasta einkennið til að þekkja álftalauk frá vatnalauk er yfirborð gróanna sem er göddótt á álftalauk, en fremur vörtótt/netstrengjótt á vatnalauk.