Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Mýrelfting

Equisetum palustre

er af elftingarætt og er algeng um allt land frá láglendi upp í 600 til 700 m hæð. Hana vantar á hærri og þurrari hlutum hálendisins. Hæst hefur hún fundizt við Fögruhlíð við Langjökul í um 730 m hæð. Hún vex í mýrlendi, einkum í hallandi mýrum á láglendi og um neðanverðar hlíðar.

 

Sprotar mýrelftingarinnar vaxa upp af svörtum jarðstönglum, þeir eru liðskiptir, grænir, slíðrin með 6-8 tönnum, slíðurtennur brúnar og himnurendar í oddinn. Greinar vaxa einkum út frá liðum á miðjum stönglinum, vantar stundum að mestu eða eru fáar á hverjum lið, en stundum reglulega kransstæðar, oft stuttar, sljóstrendar með 4-6 köntum, uppréttar eða uppsveigðar. Gróöxin eru grænsvört eða brúnleit á litinn, standa efst í toppi grænu stönglanna.

 

Mýrelfting í Elliðaárdal í Reykjavík árið 1981.