Sprotar mýrelftingarinnar vaxa upp
af svörtum jarðstönglum, þeir eru liðskiptir, grænir, slíðrin með 6-8
tönnum, slíðurtennur brúnar og himnurendar í oddinn. Greinar vaxa einkum
út frá liðum á miðjum stönglinum, vantar stundum að mestu eða eru fáar á
hverjum lið, en stundum reglulega kransstæðar, oft stuttar, sljóstrendar
með 4-6 köntum, uppréttar eða uppsveigðar. Gróöxin eru grænsvört eða
brúnleit á litinn, standa efst í toppi grænu stönglanna.