Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Keilutungljurt

Botrychium minganense

er nýlega uppgötvuð á Íslandi, fannst fyrst árið 2001. Hún hefur leynst svona lengi í skjóli venjulegrar tungljurtar, sem hún líkist mjög mikið. Helzt má greina hana á því, að smáblöðin eru mjórri, og fremur keilulaga en tungllaga, og skarast því ekki eins mikið og á venjulegri tungljurt. Blaðpörin eru öll í einum fleti, en ekki eins og á tungljurt þar sem neðsta blaðparið rís fram og snúa þau því hvort á móti öðru. Keilutungljurt er eftir því sem bezt er vitað í dag ein af fáum vestrænum tegundum á Íslandi, eins og gulstörin og eyrarrósin, en er ekki þekkt frá öðrum löndum Evrópu. Sá möguleiki er þó enn fyrir hendi, að mönnum hafi yfirsést þessi tegund þar eins og hér á landi.

Sproti keilutungljurtar er um 5-30 sm langur upp af stuttum, lóðréttum jarðstöngli. Gróbæri blaðhlutinn er oft sérlega grófur og kröftugur miðað við hinn, getur verið allt að 10 sm á lengd, hliðargreinar með reglulegu millibili bera klasa af hnöttóttum gróhirzlum, sem opnast með þverrifu í toppinn. Tillífunarhluti blaðsins er oft festur um miðjan stöngul, stundum ofar, en oft töluvert neðar, oft stilklaus eða á stuttum stilk. Hann er fjaðraður, oft með 4-8 pör af öfugkeilulaga smáblöðum, sem oftast eru ekki breiðari en löng, skarast venjulega ekki til hliðanna, heldur er oft bil á milli þeirra. Smáblöðin eru gaffalstrengjótt eins og á venjulegri tungljurt, oft heilrend en stundum með smáskerðingar að framan. Neðsta blaðparið er nokkurn veginn í plani við hin blaðpörin, stendur ekki eins fram  og á tungljurtinni.

 

 

Myndin af keilutungljurt er tekin við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit þann 26. júlí árið 2002