Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Liðfætla

Woodsia ilvensis

er smávaxinn burkni af klettaburknaætt, algeng á Suðaustur- og Suðvesturlandi, en sjaldgæf á Norður- og Norðausturlandi.  Hún vex í hraungjótum, sprungum og á klettaveggjum. Hún er mest á láglendi upp að 400 m, hæst skráð í 650 m í Esjufjöllum í Vatnajökli, og 450 m á Eldgjársvæðinu.

Liðfætlan er um 7-18 sm á hæð, og vex upp af stuttum en allgildum jarðstöngli sem ber mikið af oddmjóum, brúnum hreistrum og stilkleifum gamalla, fallinna blaða. Blöðkurnar eru fjaðraðar, á stilk sem er frá ¼ til helmingur af heildarlengd blaðsins. Stilkurinn er alsettur löngum hárum og oddmjóum, flötum himnukenndum hreistrum. Hliðarsmáblöð blöðkunnar eru 6-15 hvoru megin, snubbótt í endann, 0,5-1,5 sm á lengd, fjaðurflipótt eða fjaðurskipt í 3-6 snubbótta og oftast ofurlítið tennta flipa hvoru megin, og alsett aflöngum, smáum, glærum eða ljósbrúnum himnubleðlum og hárum, einkum á æðastrengjum. Gróblettir eru 2-8 í tveim röðum neðan á flipum smáblaðanna, gróhula er lítt sýnileg, leysist fljótt upp í hárkennda bleðla. Miðstrengur blöðkunnar er þétthærður og rauðbrúnflosugur, efra borð hennar einnig nokkuð loðið.

Venjulega má auðveldlega þekkja liðfætlu frá flestum öðrum íslenzkum burknum, einkum á því hversu blaðka hennar er öll loðin og alsett himnukenndum hreistrum. Aðgreining frá fjallaliðfætlu getur þó verið vandasöm, og vísast til hennar varðandi aðgreiningu.

 

 

Liðfætla á Suðurlandi 1982.