Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Naðurtunga

Ophioglossum azoricum

er sjaldgæf jurt á Íslandi af naðurtunguætt, og vex eingöngu þar sem jarðhiti er.  Hún getur bæði verið ein sér í leirkenndum, volgum jarðvegi eða innan um annan jarðhitagróður.  Einnig getur hún vaxið utan í grasi vöxnum laugarbökkum eða volgum lækjarbökkum. Þar sem naður-tungan er bundin jarðhitanum, hefur hæð yfir sjávarmáli lítil áhrif. Hún vex hæst í 1180 m hæð á jarðhitasvæði inni í Öskju.

Naðurtungan hefur örstuttan, uppréttan jarðstöngul með einu til þremur, sjaldan fleiri, tvískiptum blöðum sem teygja sig upp úr sverðinum. Neðsti hluti blaðanna er hvítleitur stilkur sem er á kafi í sverðinum, en efri hlutinn er grænn og stendur aðeins 2-5 sm upp úr jörðu. Græna blaðkan er heilrend, netstrengjótt, oddbaugótt, oftast ofurlítið íhvolf eða hálfsamanbrotin, 1-3 sm á lengd, 5-10 mm á breidd. Gróbæri hluti blaðsins er með einu, einhliða gróaxi sem situr á allöngum stilk, og sitja gróhirzlurnar allmargar þétt saman í tveim, 7-20 mm löngum röðum öðrum megin á gróaxinu.

 

 Naðurtunga utan í bakka volga lækjarins í Nauthaga í Þjórsárverum árið 1984.

 

Naðurtunga í Jarðbaðshólum í Mývatnssveit árið 1996.