Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Beitieski

Equisetum variegatum

er mjög algengt um allt land.  Það vex í margvíslegu landi, mólendi, brekkum, melum og grjóturð, skógarbotnum og á mýraþúfum frá sjávarmáli upp í meir en 1000 m hæð.

Sprotar beitieskis vaxa upp af svörtum jarðstönglum, oft nokkrir saman, liðskiptir, grannir, venjulega 1-2(3) mm, gáraðir og hrjúfir viðkomu, gárur 4-8, hver með tvöfaldri röð af kísiltökkum. Stönglar greinalausir með tenntu stöngulslíðri; tennur oftast 4-8 í fyrstu með löngum oddi sem fellur fljótt, eftir verða tennur með svörtum, oddmjóum miðhluta og allbreiðum hvítum himnufaldi. Gróöx endastæð, svört, fremur stutt og egglaga með áberandi trjónu í toppinn.

Beitieski er að jafnaði auðþekkt frá öðrum elftingum, en getur þó verið torgreint frá klóelftingu eða mýrelftingu, einkum þegar það vex í votlendi (sbr. lýsingu þessara tegunda). Einnig getur verið örðugt að greina beitieski frá eskibróður, sem myndar að stærð og grófleika eins konar millistig milli beitieskis og eskis.

 

 

 

Beitieski í Reykjavík árið 1982.

 

Beitieski í nærsýn árið 1983.