er mjög algengt um allt land. Það vex í margvíslegu landi, mólendi, brekkum, melum og grjóturð, skógarbotnum og á mýraþúfum frá sjávarmáli upp í meir en 1000 m hæð.
Sprotar beitieskis vaxa upp af
svörtum jarðstönglum, oft nokkrir saman, liðskiptir, grannir, venjulega
1-2(3) mm, gáraðir og hrjúfir viðkomu, gárur 4-8, hver með tvöfaldri röð
af kísiltökkum. Stönglarnir eru að mestu greinalausir með tenntu stöngulslíðri,
stundum fáeinar hliðargreinar neðst á stönglunum; tennur
oftast 4-8 í fyrstu með löngum oddi sem fellur fljótt, eftir verða
tennur með svörtum, oddmjóum miðhluta og allbreiðum hvítum himnufaldi.
Gróöx eru endastæð, svört, fremur stutt og egglaga með áberandi trjónu í
toppinn.
Beitieski er að jafnaði auðþekkt frá öðrum elftingum, en getur þó verið torgreint frá klóelftingu eða mýrelftingu, einkum þegar það vex í votlendi (sbr. lýsingu þessara tegunda). Einnig getur verið örðugt að greina beitieski frá eskibróður, sem er blendingur eskis og beitieskis, myndar að stærð og grófleika eins konar millistig milli þeirra.