Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Fergin

Equisetum fluviatile

eða tjarnelfting er af elftingarætt. Það vex í vel blautum flóum og tjörnum eða vatnavikum, og í síkjum eða lygnum vatnsfarvegum. Í vatni myndar það oft samfelldar breiður og verður þar mjög hávaxið, en í mýrum vex það jafnan strjált innan um annan gróður og er þar lágvaxnara. Það vex víða um land frá láglendi upp í um 650 m hæð. Það vantar á þurrari og hærri hlutum miðhálendisins. Hæst hefur það fundizt í liðlega 700 m hæð við Orravatnsrústir á Hofsafrétti.
 

Sprotar fergins vaxa upp af láréttum, brúnum, langskriðulum jarðstönglum. Þeir eru (3) 4-7 mm breiðir, sumargrænir, mjúkir viðkomu með afar víðu miðholi, sívalir og lítið gáraðir, oftast að mestu ógreindir, en stundum með  fáeinum greinum um miðbik stöngulsins, greinar ferstrendar, oft aðeins ein eða tvær við hvern lið. Stöngulslíðrin eru með mörgum (12-18), þéttstæðum, dökkbrúnum, odddregnum slíðurtönnum. Gróaxið er endastætt á hinum grænu stönglum, snubbótt í toppinn.

Fergin er fremur auðþekkt frá flestum öðrum elftingum á greinalausu vaxtarlagi, og á gildum stönglum með víðu miðholi. Aðeins eski getur líkst því nokkuð, en það vex á þurru landi, hefur afar hrjúfa og harða sígræna stöngla, og vantar hinar reglulegu, oddhvössu tennur ferginsins.

 

Fergin í Lystigarði Akureyrar 26. júní 1982.

 

Fergin á náttúrulegum vaxtarstað í Fnjóskadal 25. júní árið 1982.