Álftalaukur
Isoetes echinospora
vex ætíð
á kafi í vatni í tjörnum og stöðuvötnum. Hann er oft á
bilinu frá 30-150 sm dýpi, og er hann einkum að finna neðan við
strandgrunnið, utan í hallinu þar sem dýpið fer verulega að vaxa. Vex
hann þar ýmist í strjálum toppum eða allþéttum breiðum.á kafi í
vatni, oftast í fremur djúpum tjörnum. Hann finnst hér
og hvar í kring um landið nema á miðhálendinu, oftast frá láglendi upp í
350 m hæð yfir sjó, er þó hvergi mjög algengur. Hæsti fundarstaður er
í rúmlega 400 m hæð í Sandvatni við Botnssúlur. Einna tíðastur virðist
hann vera á útkjálkum norðanlands frá Borgarfirði eystra vestur á
Strandir. Hann hefur löng og oddmjó, graskennd blöð, sem hafa gróhirzlur
neðst í blaðfætinum. Einna útbreiddastur er álftalaukurinn í
fjallatjörnum nálægt Norður og Norðausturströnd landsins.
Álftalaukurinn
hefur örstuttan, tiltölulega gildan (0,5-1 sm),
skífulagan stöngul með þéttri hvirfingu af uppréttum, fremur stinnum og
oddmjóum blöðum sem eru oftast um 3-7 (12) sm á lengd og 1-2 mm á þykkt,
græn eða brúnleit ofan til, en ljós eða nærri hvít neðst við blaðfótinn
sem er töluvert breiðari en blöðin sjálf. Blöðin eru linari en á
vatnalauk, og loða saman í knyppum þegar plantan er dregin upp úr
vatninu. Í þversniði má sjá að fjögur lofthólf liggja eftir endilöngum
blöðunum. Hann
hefur löng og oddmjó, graskennd blöð, sem hafa gróhirzlur neðst í
blaðfætinum. Gróhirzlur ytri blaðanna geyma hnöttótt, smágöddótt stórgró sem eru
0,4-0,5 mm í þvermál. Í gróhirzlum innri blaðanna eru mörg, örsmá og
ílöng smágró.