Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Álftalaukur

Isoetes echinospora

vex ætíð á kafi í vatni í tjörnum og stöðuvötnum. Hann er oft á bilinu frá 30-150 sm dýpi, og er hann einkum að finna neðan við strandgrunnið, utan í hallinu þar sem dýpið fer verulega að vaxa. Vex hann þar ýmist í strjálum toppum eða allþéttum breiðum.á kafi í vatni, oftast í fremur djúpum tjörnum. Hann finnst hér og hvar í kring um landið nema á miðhálendinu, oftast frá láglendi upp í 350 m hæð yfir sjó, er þó hvergi mjög algengur. Hæsti fundarstaður er í rúmlega 400 m hæð í Sandvatni við Botnssúlur. Einna tíðastur virðist hann vera á útkjálkum norðanlands frá Borgarfirði eystra vestur á Strandir. Hann hefur löng og oddmjó, graskennd blöð, sem hafa gróhirzlur neðst í blaðfætinum. Einna útbreiddastur er álftalaukurinn í fjallatjörnum nálægt Norður og Norðausturströnd landsins.  

 Álftalaukurinn hefur örstuttan, tiltölulega gildan (0,5-1 sm), skífulagan stöngul með þéttri hvirfingu af uppréttum, fremur stinnum og oddmjóum blöðum sem eru oftast um 3-7 (12) sm á lengd og 1-2 mm á þykkt, græn eða brúnleit ofan til, en ljós eða nærri hvít neðst við blaðfótinn sem er töluvert breiðari en blöðin sjálf. Blöðin eru linari en á vatnalauk, og loða saman í knyppum þegar plantan er dregin upp úr vatninu. Í þversniði má sjá að fjögur lofthólf liggja eftir endilöngum blöðunum. Hann hefur löng og oddmjó, graskennd blöð, sem hafa gróhirzlur neðst í blaðfætinum. Gróhirzlur ytri blaðanna geyma hnöttótt, smágöddótt stórgró sem eru 0,4-0,5 mm í þvermál. Í gróhirzlum innri blaðanna eru mörg, örsmá og ílöng smágró.

 

 

Álftalaukur við Krísuvík 1985.