er af
jafnaætt og er mjög sjaldgæfur á Íslandi. Hann er friðaður samkvæmt
náttúruverndarlögum og aðeins fundinn á einum stað á Austfjörðum.
Einkennandi fyrir tegundina eru hinir grönnu leggir sem gróöxin standa
á. Burstajafni líkist einna helzt lyngjafna, en þekkist auðveldlega frá
honum á hároddum blaðanna og á hinum löngu og grönnu stilkum gróaxanna.
Stöngull burstajafnans er
jarðlægur, langskriðull með mörgum upp-sveigðum, þéttblöðóttum greinum.
Blöðin eru fagurgræn, afar mjó, fíntennt á röndunum, striklensulaga og
dragast út í langan (2-3 mm), glæran hárodd. Gróbærir stönglar mynda í
toppinn langan (5-10 sm) og grannan, afar gisblöðóttan stilk sem ber
oftast tvö gróöx saman á toppnum, stöku sinnum fleiri eða aðeins eitt.
Gróblöðin eru stutt og breiðfætt, en með löngum glærum hároddi eins og
hin blöðin.
Gróbær burstajafni í Ormsstaðafjalli í Breiðdal eystra 13. júlí árið 2005.
Grein af burstajafna í nærsýn. Hároddur blaðanna sést greinilega við stækkun.