Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Burstajafni

Lycopodium clavatum

er af jafnaætt og er mjög sjaldgæfur á Íslandi. Hann er friðaður samkvæmt náttúruverndarlögum og aðeins fundinn á einum stað á Austfjörðum. Einkennandi fyrir tegundina eru hinir grönnu leggir sem gróöxin standa á. Burstajafni líkist einna helzt lyngjafna, en þekkist auðveldlega frá honum á hároddum blaðanna og á hinum löngu og grönnu stilkum gróaxanna. 

 

Stöngull burstajafnans er jarðlægur, langskriðull með mörgum upp-sveigðum, þétt­blöðóttum greinum. Blöðin eru fagurgræn, afar mjó, fíntennt á röndunum, striklensulaga og dragast út í langan (2-3 mm), glæran hárodd. Gróbærir stönglar mynda í toppinn langan (5-10 sm) og grannan, afar gisblöðóttan stilk sem ber oftast tvö gróöx saman á toppnum, stöku sinnum fleiri eða aðeins eitt. Gróblöðin eru stutt og breiðfætt, en með löngum glærum hároddi eins og hin blöðin.

 

Gróbær burstajafni  í Ormsstaðafjalli í Breiðdal eystra 13. júlí árið 2005.

Grein af burstajafna í nærsýn. Hároddur blaðanna sést greinilega við stækkun.