Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Dvergtungljurt

Botrychium simplex

er af naðurtunguætt. Hún finnst allvíða meðfram suðurströndinni, en annars staðar sjaldgæf. Hún vex einkum í sendnu, mögru graslendi, oft nærri sjó en einnig á jarðhitasvæðum. Dvergtungljurtin hefur örstuttan, uppréttan jarðstöngul sem greinist í tvennt við stofninn, í grannan, uppréttan, gróbæran hluta með klasa af gróhirzlum, og stofnstæða blöðku. Blaðkan getur verið fjaðurskipt með kringluleit, egglaga eða lítið eitt nýrlaga smáblöð, en stundum er hún örlítil, heil og óskert. Einnig koma fyrir þrískiptar blöðkur með stilkuðum, lítið eitt fjaðurskiptum smáblöðum. Dvergtungljurtin þekkist bezt á því, að blaðkan er alveg neðst í sverðinum, en gróbæri hlutinn er vel uppréttur.

 
 
 

Dvergtungljurt í Jarðbaðshólum í Mývatnssveit árið 2002

 

 

Dvergtungljurt