Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Dvergtungljurt

Botrychium simplex

er smávaxin tungljurt með gróbæra blaðhlutann á grönnum, allöngum stilk, en grólausi blaðhlutinn er oftast stilkstuttur og festur alveg niðri við jörð. Smáblöðin eru einföld, oft nokkuð hrokkin á röndunum. Þetta er sjaldgæf tegund, sem stundum vex við jarðhita eins og í Jarðbaðshólum  og Bjarnarflagi í Mývatnssveit, en vex einnig í köldum, sendnum jarðvegi einkum við suðausturströnd landsins.

Sproti dvergtungljurtar vex upp af örstuttum, uppréttum jarðstöngli og er aðeins 2-10 sm á hæð. Gróbæri blaðhlutinn er á tiltölulega löngum stilk, með greindum, 5-30 mm löngum klasa af kringlóttum gróhirzlum í toppinn. Tillífunarhlutinn er venjulega festur alveg neðst á stilknum, oft þétt niðri í sverðinum, blaðkan oft fjaðurskert eða fjaðurskipt með 1-2 (3) blaðpörum eða bleðlum, en stundum óskipt með einni egglaga, heilrendri blöðku eða lítið eitt skertri að framan, oft hlutfallslega stilklöng.

Dvergtungljurtin sker sig nokkuð úr frá öðrum tungljurtum vegna sérkennilegs vaxtarlags. Þar sem hún vex, stundum í nokkrum breiðum, vekja hinir grönnu og háu, gulleitu stönglar helzt athygli, með litlum gróhirzluklasa í toppinn. Minna ber á græna blaðhlutanum, þar sem hann situr oft nokkuð þétt niðri í sverðinum, enda blaðkan oft lítil og einföld að gerð.

 

Dvergtungljurt við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit 26. júlí 2002.

 

Dvergtungljurt við Jarðbaðshóla í návígi.