Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Mosajafni

Selaginella selaginoides

er smávaxin jurt af mosajafnaætt sem minnir á mosa. Hann er mjög algengur um allt land, bæði á láglendi og líka töluvert upp til fjalla allt að 800 metrum. Hæst hefur hann verið skráður í 850-900 m hæð á Snæfellshálsi og á Skessuhrygg í Höfðahverfi. Eyður í útbreiðslu hans eru því einkum á hærri hluta móbergssvæðisins, frá Þórisvatni norður um Sprengisand og Ódáðahraun. Mosajafninn vex í margvíslegum gróðurlendum, einkum mólendi, dældum og þurru graslendi.

 

Mosajafninn hefur marggreinda, uppsveigða, fíngerða, þéttblöðótta stöngla. Hann myndar bæði örstutta (1-2 sm) laufsprota sem haldast grænir að vetrinum, og lengri (3-8 sm) upprétta sprota sem oft mynda gróax í toppinn en visna síðsumars. Blöðin eru 2-3 mm á lengd og mjókka jafnt út í hvassan odd, með gisnar tennur á jöðrunum. Gróbæru stönglarnir eru með aðlægum blöðum neðst, en gróblöðum efst sem hvert bera eina gróhirzlu í öxlum sínum. Gróblöðin eru í fyrstu aðlæg eins og hin, en rétta sig út þegar gróhirzlurnar þroskast. Neðri gróhirzlur hvers sprota eru aðeins með fjórum stórgróum hver, en þær efri eru með fjölmörgum, gulum smágróum.

Sprotar mosajafnans minna ofurlítið á laufsprota mosa, en þekkjast frá þeim á gróaxinu með vel aðgreindum stórgró- og smágróhirzlum. Hann er auðþekktur frá öllum öðrum byrkningum.

 

Mosajafni í Eyjafirði 1963.