Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Hlíðaburkni

Cryptogramma crispa

er mjög sjaldgæfur burkni af vængburknaætt.  Hann vex í bröttum, grýttum hlíðum og er friðaður samkvæmt náttúruverndarlögum. Hlíðarburkni er aðeins fundinn á tveim stöðum á Vestfjörðum, í hlíðinni ofan við síldarverksmiðjuna við Hesteyrarfjörð, og fyrir utan Grímshamarskleif á Snæfjallaströnd. Hann fannst fyrst á Hesteyri árið 1932, og síðan á Snæfjallaströnd árið 1945. Á báðum stöðunum er töluvert mikið af þessum burkna og vex hann í grýttri, snjóþungri hlíð innan um lágvaxnar snjódældajurtir. Á Snæfjallaströndinni er hann á nokkuð stóru svæði, um 1 km á lengd í grjóturð meðfram hlíðarrótunum og upp fyrir urðina neðst í hlíð fjallsins langleiðina út undir Möngufoss. Báðir fundarstaðirnir eru á láglendi neðan 200 m hæðar.

Hlíðaburkninn er ólíkur öllum öðrum íslenzkum burknum, og því auðþekktur frá þeim á blaðlöguninni. Hann er fremur lágvaxinn (10-20 sm) með stilklöngum, margskiptum, þrífjöðruðum, hárlausum blöðkum sem standa í þéttum þyrpingum. Blaðstilkurinn getur verið allt að tvöfalt lengri en blöðkurnar. Þær eru tvenns konar, tillífunarblöð utan með, en gróbær blöð í miðju, en báðar blaðgerðir eru jafn mikið samsettar. Smábleðlar þriðju gráðu eru flatir, egglaga og fjaðursepóttir á tillífunarblöðunum, en verða sívalir og aflangir á gróbæru blöðunum, þar sem hliðarrendurnar verpast niður yfir gróblettina sem eru í tveim röðum meðfram blaðröndinni báðum megin, í fyrstu aðskildir en renna síðar saman í samfellda rák. Gróhulu vantar. Hlíðarburkninn er hárlaus, en hefur örfá himnukennd hreistur neðst á blaðstilkunum.

 

 

 

Hlíðaburkni í hlíðinni ofan við Hesteyri í Jökulfjörðum árið 1980.

 

Hér sést dæmigerður vaxtarstaður hlíðaburkna, innan um grjót í snjóþungri hlíð.