Þal stúflurfunnar er 2-8 sm í þvermál, dökkgrábrúnt eða brúnt, smábleðlótt, jaðarinn blaðkenndur með skertum eða smátenntum brúnum og 2-3 mm breiðum, ávölum laufum. Bleðlar brotna auð-veldlega af og mynda hvítgrá, gróf hraufukorn og blágrá ör við þaljaðarinn. Askhirzlur hafa ekki sést hér á landi. Stúflurfan hefur blágræna þörunga.
Stúflurfan vex á mosagrónum jarðvegi, oft í klettum yfir mosagrónum jarðvegstóm. Allalgeng um allt land.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Aðeins fitusýrur og terpenóídar.