Þal völurílunnar er hrúðurkennt, ljós brúnt eða grábrúnt, mjög
þunnt og oft ósamfellt, myndar örsmáar flögur eða þalreiti, 0,1-0,3
mm í þvermál og skin í bert grjótið á milli. Askhirzlur eru
algengar, dökk brúnar eða nær svartar, flatar eða nokkuð kúptar,
0,2-0,4 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, glær, tvíhólfa, annað
hólfið breiðara en hitt, gróin eru því lók skósóla í laginu,
breiðari í annan endann en hinn, 11-15 x 4-6 µm. Askþekjan er brún,
askbeður ljósbrúnn, 40-65 µm þykkur, undirþekja brún. Völurílan er
líklega nokkuð algeng, en vekur litla athygli vegna þess hversu smá
hún er. Hún hefur því aðeins verið staðfest frá örfáum stöðum,
dreift um landið.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Myndin af völurílu er tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri þann 28. maí 2009 af sýni sem safnað var á Þjórsárkvíslaeyrum austan Þjórsárjökuls.