er sjaldgæf flétta
á Íslandi. Hún hefur aðeins fundizt á stórum trjám (reyni) í
gömlum trjágörðum við bæi, bæði á Vesturlandi, Norðurlandi og á
Austfjörðum. Hún er fremur lítil um sig, aðeins 1-3 sm í
þvermál. Hún hefur ætíð mikið af disklaga askhirzlum, og fær hún
latneska nafnið "polycarpa" af því. Hún hefur mjög fíngerða
bleðla á jöðrunum, sem ýmist eru gráir eða gulleitir.
Reyniglæða á reynibol í
gamla garðinum á Hreðavatni í Borgarfirði þann 12. ágúst 1989.
Reyniglæða á birki á
Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit 28. apríl 2007.