vex yfir mosum og hefur dökkbrúnt, rauðbrúnt eða nær svart þal með vörtóttu yfirborði. Askhirslurnar eru áberandi, svartar, djúpt íhvolfar með háum, gljáandi börmum, ýmist disklaga eða skálarlaga, nokkuð óreglulega krumpnar eða strendar í lögun, 0,5-1,3 mm í þvermál. Askgró eru aðeins eitt í hverjum aski, risastórt (90-120 um á lengd), marglaga múrskipt með allt að 10 langveggjum í sniði.
Kryppluberman vex á mosagrónum jarðvegi eða á mosatóm yfir grjóti. Hún er fremur sjaldgæf, en hefur sést á víð og dreif um norðurhelming landsins.