hefur hrúðurkennt þal sem myndað er af breiðu af dreifðum, hvítum
þalvörtum sem eru 1-2 mm í þvermál, oft með dekkri, grágrænni laut í
miðju en hvítum börmum, en stundum kúptar og alhvítar. Stundum geta
þalvörturnar verið svo þéttar, að þalið virðist reitskipt.
Askhirslur eru algengar, sitja ofan á þalvörtunum, dökkbrúnar eða
nær svartar, flatar, með greinilegum barmi. Askgróin eru einraða
fjórhólfa, aflöng, glær.
Hrúðurbreyskjan vex á basalti, ýmist klettum eða litlum steinvölum
sem liggja á jörðunni. Hún virðist vera algeng á sunnanverðu
hálendinu. Einkennandi fyrir hrúðurbreyskjuna eru ljósar þalvörtur
með dekkri laut í miðju, sem vaxa beit á steininum án þess að
þalgreinar myndist.
Hrúðurbreyskja við Lakagíga
Hrúðurbreyskja við Vatnalautarvatn á Ófeigsfjarðarheiði