Þal gulkrókanna er runnkennt
um 2-7 sm á hæð, þalgreinar lítið greindar, greining oftast
tvískipt, mynda aldrei bikara, greinaxlir opnar. Þalgreinar eru oft
nokkuð þykkar, venjulega (0,5) 1 – 3 (4) mm breiðar, sívalar, holar
innan, gular eða gulgrænar, greinendarnir brúnir. Yfirborð greinanna
er slétt, barkarlag samfellt og þétt, grænþörungar sjást oft utan
frá sem grænir punktar undir barkarlaginu. Askhirzlur hafa ekki sést
hér á landi, en brúnar eða svartleitar pyttlur sjást stundum á
greinendunum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC+ gul, P-.
Innihald: Usninsýra, squamatinsýra.