er hrúðurkennd flétta með hvítu, vörtótt reitskiptu þali. Askhirslurnar eru stórar, 1-4 mm í þvermál, brúnar eða gulbrúnar að ofan með þykkri, hvítri þalrönd. Askgróin eru sex til átta í hverjum aski, glær, egglaga-sporbaugótt, þykkveggja, einhólfa. Litunarskilman vex á berum klettum, bæði móbergi og basalti. Hún líkist að ýmsu leyti broddskilmu, en er þó broddalaus og vex ætíð á klettum en ekki á grónum jarðvegi. Litunarskilman er fremur sjaldgæf á Íslandi, tíðust á Austurlandi, enda algeng í Færeyjum.