er blaðflétta, dökkbrún á efra borði með mörgum aflöngum og sívölum
snepum sem stundum geta verið lítið eitt greindir, og skilja eftir
sig lítil, hvít ör ef þeir brotna af. Randbleðlarnir eru oft
gljáandi, 1-2,5 mm breiðir. Neðra borðið er svart með svörtum
rætlingum. Askhirslur eru sjaldséðar.
Totudumban vex á grjóti, einkum við sjávarsíðuna. Hún er algeng á
Vesturlandi frá Faxaflóa um Vestfirði og norður í Húnaflóa, annars
sjaldgæf.