eru afar sjaldgæf
tegund, sem hefur aðeins fundizt á einum stað hér á landi, í hrauni
vestan við Köldunámur við Kleifarvatn. Hún uppgötvaðist þegar Teuvo
Ahti fór yfir sýni á Náttúrufræðistofnun á Akureyri árið 2007.
Sýninu var safnað af Herði Kristinssyni árið 1980. Goskrókarnir bera
hlutfallslega gildar og stuttar greinar, líkjast nokkuð gulkrókum,
en hafa fölari lit og neðri hluti þeirra er með áberandi hraufum,
sem aldrei sjást á gulkrókum.
Goskrókar. Myndin er
tekin 11. september 2007 á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri
af sýni frá Köldunámum.