Þal lautabikars er
runnkennt, þalgreinar uppréttar, 3-10 sm háar, 1,5-3(4) mm breiðar,
lítið greindar nema helzt neðan til, ýmist með oddi eða bikar í
endann, greinaxlir og bikarar lokaðir. Þalgreinar eru ljós grágrænar
eða blágráar, sjaldnar lítið eitt brúnleitar, örfáar hreistrur neðst
eða vantar alveg. Askhirzlur eru endastæðar á þalgreinum, eða á
röndum bikaranna, 1-2 mm breiðar, dökk brúnar. Askgró óséð.
Þekkist frá þúfubikar á
oftast gildari þalgreinum og blágráum litblæ.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Atranórin og fumarprotocetrarsýra.