Meðalstórar jarðhreistrur sjást
á ungum hreisturbroddum, en hverfa með aldrinum. Þær eru 2-7 mm
langar og 1-5 mm breiðar, djúpt innskornar eða greindar, grágrænar
eða gulgrænar á efra borði, hvítar neðan, oft gulbrúnar við fótinn.
Þalgreinar vaxa upp af þalhreistrunum, ógreindar eða lítið greindar,
1,5-7 sm á hæð og 1-4 mm á breidd, þétt settar hreistrum á hliðunum,
oddmjóar eða stúfaðar í endann eða með litlum, 1-3 mm breiðum bikar,
gulgrænar eða grágrænar, en nær alltaf ríkulega skreyttar skærrauðum
askhirzlum. Askhirzlurnar eru 3-4 mm í þvermál, oft margar samgrónar
í allt að 10 mm breiða klasa. Pyttlur eru egglaga og allstórar,
0,3-0,45 mm breiðar og 0,5-0,7 mm langar, dökk brúnar í toppinn,
endastæðar á þalgreinum eða bikarbörmum. Askar hafa átta gró, gróin
glær, einhólfa, aflöng sporöskjulaga, 9-14 x 3-4 míkron að stærð,
stundum ofurlítið bogin.