er hrúðurkennd
flétta með reitskiptu, blágráu, grábrúnu, eða lítið eitt ryðbrúnu þali og
allstórum, flötum, svörtum askhirzlum. Í ytra útliti getur hún minnt á
ryðkörtu, en gróin eru tvíhólfa, 13-16 x 7-8,5 µm að stærð.
Askþekjan getur verið blágræn í sniði eða dökk brún, einkum til
jaðranna, askbeðurinn glær, en botnþekjan dökk brún. Lækjaflikran vex við miklu
rakari skilyrði en ryðkartan. Hún vex á basalti, stundum á steinum sem eru í eða við læki.
Lækjaflikra á steini í
læk í Eyrarbotni í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi 23. júlí 2009.