er snjóhvít skóf
sem vex á klettum. Hún er oft nokkuð slétt, en stundum má sjá
móta fyrir fíngerðum snepum sem þekja hana að utan, einkum í miðju
þar sem hún er elst. Askhirzlur eru afar sjaldgæfar á
henni, en stundum sjást á henni örsmáir svartir dílar sem eru
askhirzlur annarrar skófar sem sníkir á kóralskáninni.
Kóralskánin verður oft mjög stór, getur orðið allt að 20 sm í
þvermál eða meira. Hún er algeng í hafræna loftslaginu
sunnan- og vestanlands, og við strendur Austfjarða.
Kóralskán á kletti á
Geirlandi við Hólmsá í maí 1987.