vex á trjábolum. Þalið er hvítt til
ljósgrágrænt með mörgum, svörtum askhirzlum sem flestar eru 0,5-1 mm
í þvermál, flatar til kúptar. Barkardoppa er í ytra útliti lík
viðardoppu sem er miklu algengari, en þekkist meðal annars á því að
þalið gefur gula til rauðgula svörun við kalsíumoxýklóríði auk þess
sem askgróin eru töluvert stærri.
Barkardoppa,
sýni úr Eyjólfsstaðaskógi á Fljótsdalshéraði. Myndin er tekin 21.
nóv. 2005 á Náttúrufræðistofnun á Akureyri.