Þal viðarkúpunnar er hrúðurkennt, gert af
örsmáum (0,1-0,3 mm), gráum þalvörtum á dökkgráu eða svörtu forþali.
Askhirzlur eru svartar, gljáandi, kúptar eða hálfkúlulaga,
randlausar, 0,2-0,6 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, 3-7
hólfa, glær, aflöng eða oddbaugótt, 22-34 x 4-5 µm að stærð.
Askþekjan er dökk blágræn, askbeður blágrænn, 50-60 µm á þykkt,
undirþekja ljós blágræn eða brúnleit. Viðarkúpan vex á ýmis konar
plöntuleifum, oft á mosa eða mosagrónum jarðvegi, einnig á viði eða
skófum. Hún virðist nokkuð algeng á Austfjörðum, en hefur ekki
fundizt annars staðar enn sem komið er.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P+ rauðgult.
Innihald: Argopsin.