vex helzt
á fuglasteinum og klettum við sjávarsíðuna, einkum í nærveru
fuglabjarga. Hún er nokkuð algeng við norðurströndina, allt austan
frá Lóni norður um til Grímseyjar og á Vesturlandi suður til
Hvammsfjarðar. Þalið er gult, lítið áberandi, mest eru þéttar
þyrpingar af askhirzlum í sviðsljósinu. Askhirzlurnar eru rauðgular
með ljósari þalrönd, 0,8-1,5 mm í þvermál, rísa vel upp af þalinu
líkt og séu þær stilkaðar. Oft eru askhirzlurnar meir eða minna
þaktar í örsmáum, svörtum dílum, sem trúlega eru sníkjusveppir sem
sækja á þær. Virðast þær af þeim ástæðum oft eins og sótugar í
útliti.
Álkumerla á
Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri, sýni frá Purkugerði á
Vopnafjarðarströnd. Myndin tekin 21. nóvember 2005.