er hrúðurflétta sem
vex á steinum og hefur fremur þunnt þal, hvítleitt eða grátt,
fínlega reitskipt, sums staðar slétt og svo þunnt að blágrár litur
basaltsins skín í gegn. Stundum má sjá svart forþal á jaðrinum.
Askhirzlurnar eru fremur smáar, svartar, með þunnri, svartri
eiginrönd. Askþekjan er ólífugræn eða dökk brún á sniði, asklagið er
glært, 60-100 µm þykkt, botnþekjan
og hliðarþekjan eru dökk brúnar.
Strjálkarta á kletti í
Stakkholtsgjá 2. júlí 1979.