Þal mundagrasanna myndar
greinda, upprétta eða uppsveigða, 1-10 mm breiða bleðla, bleðlaendar
oddmjóir (<1 mm). Efra og neðra borð er föl grábrúnt, grænbrúnt eða
dökkbrúnt, matt, jaðarinn ekki eða lítið randhærður, neðra borð með
hvítleitum raufum. Askhirzlur eru fremur sjaldséðar, ljós brúnar á
endum bleðlanna. Pyttlur einnig á bleðla-endum eða á randstæðum
hárum. Askarnir hafa átta gró, gróin eru glær, einhólfa, sporbaugótt
eða egglaga, 6-8 x 3-5 mikron.
Þalsvörun:
K-, C- eða + fölbleik, miðlag KC + rautt, P-.
Innihald:
Gyrofórinsýra.