Þal punktaduðrunnar er hrúðurkennt, ógreinilegt og myndar oftast þunnt skæni utan um mosagreinar og plöntuleifar. Askhirzlur eru svartar, í fyrstu nær flatar með ógreinilegri rönd, fljótt kúptar og randlausar, 0,2-0,6 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, aflöng, flest fjórhólfa, glær, 16-26 x 5,5-7 μm að stærð. Askþekjan er grásvört, K+ fjólublá, askbeður að mestu glær, 50-75 μm, undirþekja mest glær en sums staðar brúnleit.
Punktaduðra vex á mosagrónum jarðvegi, er
fremur sjaldgæf, aðeins fundin á hálendinu norðan Vatnajökuls og til
fjalla á Norðausturlandi.
Þalsvörun:
Innihald: