Skuggafleða
Gyalidea fritzei
er hrúðurkennd flétta með þunnt og ógreinilegt, ljósgrátt, grábrúnt
eða gulgrátt þal, slétt eða ógreinilega reitskipt. Askhirzlur
eru smáar, mynda grunnar, grásvartar skálar með allþykkum, ljósari
börmum. Askgróin eru margfruma múrskipt, 20-35 x 10-16 µm að
stærð.
Skuggafleðan fannst fyrst í Surtsey, er líklega sjaldgæf á Íslandi,
eða þá vanskráð vegna þess hversu lítið áberandi hún er.
Myndin af skuggafleðu er tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands,
Akureyri, 22. okt. 2008 af sýni frá Surtsey.