Þalið gálgaskeggsins hangir
niður, er hárkennt, þalgreinar 5-10 sm langar, sívalar, stofngreinar
0,2-0,3 mm í þvermál, aðrar greinar um 0,1 mm, mjókka niður í 25-30
míkron við oddinn. Þalgreinar eru dökk svartbrúnar með ólífugrænum
blæ, yfirborðið matt eða lítið eitt gljáandi. Askhirzlur ekki
þekktar hér á landi.
Þalsvörun:
K+ gul (veik svörun), C-, KC-, P+ gul.
Innihald:
Norstictinsýra.