er örsmá
hrúðurflétta sem vex á steinum eða klettum. Þalið er lítið um sig,
mjög þunnt, stundum í dældum á steininum, 0,5-1 sm í þvermál,
laxagult eða gulgrátt, reitskipt með einni eða fleiri askhirzlum á
hverjum reit. Askhirzlur disk- eða skálarlaga, íhvolfar niður í
þalið en oftast með greinilegri upphækkaðri, laxagulri rönd sem
oftast er gljáandi. Glitrumara er mjög algeng á afrétti
Vestur-Skaftafellssýslu og annars staðar á sunnanverðu miðhálendinu,
hugsanlega vegna mikillar úrkomu þar sem hún er háð miklum raka.
Lítið er vitað um útbreiðslu hennar annars staðar.
Myndin af glitrumöru er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri af sýni sem tekið
af steini hjá Eyvafeni við Þjórsá.