er algengasta
tegund ættkvíslarinnar á norðaustanverðu landinu, en
fölkríma (Acarospora
smaragdula) er algengari við úthafsloftslagið á Suðurlandi. Brúnkríman
vex einkum uppi á stórum steinum, ekki síst uppi á toppi þeirra þar
sem fuglar setjast helzt. Hún myndar hrúðurkennt, oft reitskipt þal
sem gert er af kúptum, brúnum eða dökkbrúnum flögum. Askhirzlurnar mynda dökkbrúnar
lautir ofan í yfirborð þalsins, oftast nokkrar saman á hverri flögu.
Brúnkríma á Arnarhóli í
Eyjafirði þann 30. maí árið 1996.