Þal hnappskjóðunnar er mjög
ógreinilegt, myndar litlausa eða grábrúna, himnukennda skán ofan á
mosa eða jarðvegi, en verður grágrænt og hlaupkennt í vætu.
Askhirslurnar sjást betur, þær eru svartar, hnöttóttar eða perulaga
skjóður, 0,3-0,6 mm í þvermál neðan til en standa að einum þriðja
upp úr þalinu með opi í toppinn. Askgróin eru átta í hverjum aski,
glær, múrskipt.
Hnappskjóðan vex á snögggrónum eða mosavöxnum jarðvegi í rústamýrum,
og annars staðar þar sem jarðvegur er. Hún er nokkuð víða á
hálendinu.