er tegund sem
nýlega hefur verið lýst, og hefur aðeins fundist á einum stað, í
Arnarfellsmúlum við Múlajökul í Þjórsárverum. Hún líkist
nokkuð annarri íslenskri tegund, Cladonia phyllophora, og hefur ekki
verið aðgreind frá henni fyrr en nú. Hún uppgötvaðist þegar Teuvo
Ahti frá Helsinki fór yfir það sem til var af þeirri tegund í
plöntusafni Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri árið 2007.
Myndin af jökulkrókum
var tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri 28. september
2007 af sýni frá Arnarfellsmúlum.