Þalhreistrur gullinlaufs eru stórar, 5-20
mm langar en 3-10 mm breiðar, djúpskertar eða greindar, gulgrænar á
efra borði, gular og floskenndar á neðra borði, laufendar oftast
uppbrettir og afturbeygðir svo að gult neðra borðið verður áberandi.
Þalgreinar vantar venjulega, ef til staðar eru þær 8-20 mm langar,
bikarmyndandi, með smásprungnu eða ofurlítið hreistruðu yfirborði.
Engar askhirzlur séðar. Gullinlauf vex á mosagrónum jarðvegi á
hrauni, yfir klettum eða í mólendi. Fremur
sjaldgæf tegund, sem þó er dreifð um landið og finnst í öllum
landshlutum. Auðþekkt frá öðrum tegundum á hinu skærgula neðra borði
þalhreistranna.
Þalsvörun:
K-, C-, KC+ gul, P-.
Innihald:
Annað hvort úsninsýra, barbatinsýra og vottur af nor-barbatinsýru,
eða úsninsýra og zeorin.