Mattaskóf er allstór skóf (15 sm), þalið
er þykkt og stinnt, bleðlar 1-3 sm breiðir, jaðarinn uppbrettur.
Efra borð hennar er brúnt, grábrúnt eða grátt, blágrænt í vætu,
yfirborðið er slétt og fremur matt. Ef vel er að gáð má greina
örstutta, upprétta loðnu á blájaðrinum. Neðra borð er brúnsvart eða
grábrúnt, heldur ljósara út við jaðarinn, æðalaust og með strjálum,
brúskkenndum, svartbrúnum rætlingum. Askhirzlur hafa ekki sést hér á
landi.
Mattaskóf er allalgeng um norðanvert
landið, sjaldgæfari á Suðurlandi. Hún vex í margvíslegu mólendi,
einkum þó lyngmóum og kjarri. Hún finnst frá láglendi upp í um 700 m
hæð, hæst skráð í Rimum við Svarfaðardal í 750 m.
Þalsvörun: K- eða K+
gullbrún, C-, KC-, P-.
Innihald: Tenuiorin,